Margrét Lóa Jónsdóttir - Marló
  • Heim
  • Höfundurinn
  • Ritlist
  • Sýningar
  • English
Draumasafnarar   -  ný ljóðabók væntanleg í febrúar
 
Draumasafnarar verður ellefta ljóðabók Margrétar Lóu Jónsdóttur.
 
Myndræn ljóð um horfna vini og hlátur sem ómar ekki lengur en um leið óður til lífsins og ferðalagsins framundan. Ný kynni kvikna og í ljóðunum koma meðal annars við sögu líksnyrtir, skýjasafnarar, hlæjandi eldflugur og áttavilltur vitavörður.

Margrét Lóa Jónsdóttir er fædd 29. mars 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og fór síðan í Háskóla Íslands þar sem hún lagði stund á íslensku og heimspeki og lauk þaðan BA-prófi árið 1996. Að því loknu fór hún í viðbótarnám í listheimspeki í háskólanum í San Sebastian á Spáni.  Einnig hefur hún lagt stund á nám á meistarastigi í listasögu við HÍ.

Árið 2017 kom 10. ljóðabók Margrétar Lóu út sem ber nafnið biðröðin framundan.
Sögusvið ljóðabókarinnar  er í  biðröð fyrir utan Costco. 

Margrét Lóa hefur aðallega skrifað ljóð en fyrsta verk hennar, ljóðabókin Glerúlfar, kom út árið 1985. Auk 10 ljóðabóka, hljómdisks og skáldsögu, hefur Margrét Lóa starfrækt listagalleríið Marló og bókaútgáfu undir sama nafni. Þá fæst hún líka við myndlist og hönnun bókverka. Margrét Lóa ritstýrði og gaf út listatímaritið Andblæ um tveggja ára skeið. Árið 2003 gaf hún út safndiskinn Hljómorð með upplestri ljóða sinna við undirleik tónlistarmannsins Gímaldins sem samdi tónlistina á diskinum. Hér má lesa viðtal um samvinnu þeirra Gímaldins.

hljómorð / spoken words:
Bónorð úr bókinni Tilvistarheppni, 1996 
Ljóðaflutningur  ásamt Gímaldin (flutt 2003)                                                                                           
Gjörningur á Hjalteyri (2011)  Ljóðabálkurinn Tímasetningar, 2005  
flutningur ásamt Páli B.Szabó
: 
  
​
Margrét Lóa tók þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2000.  Haustið 2001 var henni og Gímaldin boðið á bókamessuna
í Gautaborg til að kynna diskinn Hljómorð.
     Síðast liðin ár hefur hún fengist töluvert við ljóðaþýðingar, sér í lagi úr spænsku. Árið 2008 tók hún þátt í alþjóðlegri bókmenntahátíð í borginni Granada í Níkaragva. Einnig tók hún þátt í samvinnu í ljóðaþýðingum haustið 2012 í Galisíu.


þýðingar / translation workshop / cooperation:                                                                                                 
Literature Across Frontiers : 7 ljóðskáld víðs vegar að úr heiminum,
San Simón í Galisíu.


Árið 2004 kom skáldsaga Margrétar Lóu, Laufskálafuglinn, út hjá bókaforlaginu Sölku og árið 2005 gaf hún út
ljóðabókina Tímasetningar hjá sama forlagi.  Sama ár og hún fagnaði 30 ára skáldaafmæli, árið 2015, gaf hún út
ljóðabókina 
Frostið inni í hauskúpunni. 
       Hér má heyra ljóðaflutning Margrétar í bókmenntaþættinum Kiljunni úr Frostinu inni í hauskúpunni.

Margrét Lóa hefur unnið töluvert á listasöfnum gegnum tíðina, meðal annars sem leiðsögukona um listsýningar á Kjarvalsstöðum. Hún starfaði í Norræna húsinu sem safnvörður og kynningarfulltrúi. Einnig sem safnvörður í Ásmundarsafni og Listasafni Einars Jónssonar.  Ennfremur hefur Margrét lesið inn á hljóðbækur og haldið námskeið fyrir börn í ritlist og spænsku.
 
Margrét Lóa kennir í Tækniskólanum í Reykjavík, m.a. íslensku og leiklist og býr í Skuggahverfinu í Reykjavík.

Eitt  og annað: 

 bíðum bíðum bambaló - Úlfhildur Dagsdóttir  fjallar um ljóðabókina
biðröðin framundan                 
Innflytjendabókmenntir á Norðurlöndum, myndir, NolitchX,  Reykjavík 2017
Ljóðaþýðingar: Roxana Crisólogo   NolitchX, 2017
                                                     

v i ð t ö l   /  interviews:  
 
Kirkjuklukkurnar í Santiago de Compostela Mbl. 14.10.2019
​Bókverkið 50 sinnum kringum sólina, Mbl. 29.4.2017
Annað og meira en reynsla og kjöt  Morgunblaðið, 17.11.2017   
Vopn gegn þunga lífsins - skald.is 3.12.201 7 
Heimsreisa sem hefst í hjartanu  Morgunblaðið, 18.10.2015

V E R K A S K R Á  / works:
skald.is  / konur skrifa um konur sem skrifa 
 
   



@Marló

Uppsetning og hönnun í samvinnu við KHH 
  • Heim
  • Höfundurinn
  • Ritlist
  • Sýningar
  • English